fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ekki hægt annað en að hrífast með á þessum einstaka degi

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 03:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigangan fór fram í björtu og fallegu veðri. Það er nokkuð um liðið síðan ég hef verið á Íslandi á þessum degi – ég fór út á Skólavörðustíg og horfði á gönguna liðast niður holtið.

Það er skemmst frá því að segja að þetta var stórkostleg upplifun. Mér fannst eins og landar mínir, eins þrasgjarnir og þeir geta stundum verið, væru að sýna bestu hliðar sínar. Það var ómögulegt annað en að hrífast með.

Andinn yfir bænum var einstakur. Það er frábært að geta haldið svo stóra hátíð sem snýst um kærleika og ást, frelsi, fjölbreytileika og umburðarlyndi, mildi og mennsku.

Ég sá biskupinn yfir Íslandi og vígslubiskup fara léttstíg niður Skólavörðustíginn, eftir regnbogaborðanum sem er búið að mála þar á götuna, svo kom alls konar fólk, mikið af ungu fólki, fjölskyldur – vænst þótti mér að sjá HIV-hópinn. Þar sá ég gamla vini og kunningja sem upplifðu tíma plágunnar, – óttann og skelfinguna sem henni fylgdi –  misstu félaga og ástvini, en lifðu af. Margir úr þessum hópi hafa sýnt einstakt hugrekki í lífinu og það snart mig djúpt að sjá þá í göngunni.

Gleðiganga er réttnefni – það ríkti gleði á götum bæjarins. Ég segi eins og vinkona mín sem ég hitti í dag og skrifaði á eftir: „Á þessum degi elska ég borgina mína og landið mitt alltaf aðeins meira. Lifi ástin!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður