fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fór í tvo þjófnaðarleiðangra í sömu verslunina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 08:09

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan hálffimm í nótt var maður handtekinn í Austurstræti grunaður um þjófnað úr verslun. Maðurinn hafði farið út með vörur og var kominn til að stela meiru þegar hann var stöðvaður. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslustöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Segir einnig frá því að maður var handtekinn í annarlegu ástandi við veitingahús á Laugaveginum í miðbænum. Maðurinn hafði verið í slagsmálum,  fór ekki að fyrirmælum lögreglu og reyndi að veitast að lögreglumönnum.  Manninum var sleppt eftir upplýsingatöku.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fimm í nótt. Maðurinn hafði verið að áreita tvær konur og hafði slegið í bíl. Maðurinn var vistaður sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu.

Klukkan níu í gærkvöld var tilkynnt um að þakplata og timbur hefði fokið af þaki fjölbýlishúss í Breiðholti. Þakplatan lenti á tveimur bílum.

Klukkan tíu í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í Kópavogi. Talið er að maður hafi verið sleginn með glasi í andlitið. Árásarmenn voru farnir af vettvangi en maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar.

Klukkan 11 í gærkvöld voru svo tveir menn handeknir í Kópavogi grunaðir um aðra líkamsárás. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Ekki er vitað um meiðsli árásarþolans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur