fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Hjörvars sárt saknað – Hlustendur vilja borga launin hans

Fókus
Föstudaginn 16. ágúst 2019 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum þekkta og vinsæla fjölmiðlamanni Hjörvari Hafliðasyni var í sagt upp í gær frá störfum hjá Sýn, fjölmiðlahluta Vodafone. Tólf öðrum starfsmönnum var sagt upp, þar af tveimur sjónvarpsfréttamönnum á Stöð 2. Hjörvar tjáði sig um brottreksturinn við DV í gær.

Dyggur aðdáandi úvarpsþáttarins Brennslunnar, á FM957, leggur til að hlustendur borgi laun Hjörvars.

Hann stingur upp á þessu í Facebook-hópnum Brennslu Tips, sem er hópur fyrir hlustendur Brennslunnar.

„Ef einungis er um peninga að ræða, má benda á að ef um 30 þúsund manns hlusta á þáttinn þá kostar ekki nema 50 krónur á mánuði eða um 600 krónur á ári fyrir hvern hlustanda að halda Hjörvari [í þættinum],“ segir hann.

„[Ég] reikna með að hann vilji ekki fá minna en 1,5 milljón á mánuði fyrir „comeback“ þó það sé varlega reiknað. Samkvæmt mínum útreikningum yrði þetta einn besti 600 kall sem ég myndi eyða um ævina. Hægt væri að stofna Go Fund Me eða viðlíka síðu og ef takmarki yrði náð, að þá myndi þetta ná í gegn. Hjörvar Hafliðason, Kjartan og Richard er þetta alveg úr myndinni? Mikill Missir fyrir íslenskt útvarp.“

Færslan var sett inn í hópinn fyrir tveimur tímum síðan og hafa 24 manns hafa líkað við hana. Enginn af Brennslustrákunum hafa skrifað við færsluna og tjáð sig um hugmynd hlustandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“