fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Játningar Brad Pitt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta viðtal Brad Pitt eftir skilnað hans og Angelinu Jolie er við GQ Style tímaritið. Þar segir Pitt að hjónaband hans og Angelinu Jolie hafi beðið skipbrot vegna drykkju hans. Hann segist hafa verið atvinnumaður í drykkju og getað drukkið hvern sem er undir borðið. Hann segist sömuleiðis ekki hafa sinnt börnum þeirra sex jafn vel og hann hefði átt að gera. „Börn eru viðkvæm. Þau soga allt í sig. Það þarf að halda í hönd þeirra og útskýra hlutina fyrir þeim. Það þarf að hlusta á þau. Þegar ég er í vinnuham þá heyri ég ekki. Þarna vil ég taka mig á því ég vil vera til staðar fyrir þau,“ segir hann.

Í viðtalinu kemur fram að eftir skilnaðinn hafi Pitt gengið reglulega til sálfræðings og að honum finnist það gera sér gott. Hann segist nú gera sér grein fyrir því að hann sé tilfinningalega vanþroska.

Pitt segist hafa hætt að drekka eftir að þau Jolie slitu samvistum. Að sögn er Pitt umhugað um að samband þeirra Jolie verði á vinsamlegum nótum, ekki síst barna þeirra vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði