fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Ken Loach hundskammar BBC

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 6. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn Ken Loach gagnrýnir BBC harkalega fyrir einhliða fréttaflutning af komandi kosningum Í Bretlandi. Hann sakar BBC um að styðja ríkisstjórn Theresu May og beita sér gegn Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins. Hann segir þetta fyrirlitlegt og til skammar og segir BBC verða að svara fyrir fréttaflutninginn. Breski leikstjórinn er yfirlýstur stuðningsmaður Corbins. „Mín skoðun er að ef fjölmiðlar séu ekki frjálsir og óháðir þá sé ekki hægt að hafa frjálsar kosningar,“ segir Loach. Leikstjórinn er ekki einn um þessa skoðun því BBC hefur legið undir ámæli frá ýmsum fyrir fréttaflutning sem þykir ekki hlutlaus.

Síðasta mynd Loach var I, Daniel Blake en umfjöllunarefnið þar er velferðarkerfið og hvernig það bregst einstaklingum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins tjáðu sig um kvikmyndina og sögðu af og frá að hún lýsti veruleikanum. Myndin vann til verðlauna á Cannes árið 2016 og fékk áhorfendaverðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Locarno. Hún var einnig valin besta breska myndin á BAFTA-hátíðinni.

Loach er áttræður. Hann hefur ætíð verið mjög pólitískur í myndum sínum og fjallað meðal annars um fátækt og verkalýðsbaráttu. Hann segir ekki útilokað að hann muni gera nýja pólitíska kvikmynd vinni Íhaldsflokkurinn í kosningunum í júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King