fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Bjánar skjóta þjóðarfuglinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held það hafi hvergi verið almennilega rakið eða rannsakað hvernig lundinn varð þjóðarfugl Íslands. Það gerðist býsna hratt og alls ekki fyrir löngu. Forðum var fálkinn okkar einkennisfugl – en varð svo tákn stærsta stjórnmálaflokksins. Því er ekki flíkað mikið lengur, kannski er ekki gott núorðið fyrir flokka að hafa ránfugl sem einkennismerki?

En fálkinn datt úr tísku. Ímyndið ykkur ef hann væri ennþá aðal. Ef væru fálkabúðir upp og niður Laugaveg í staðinn fyrir lundabúðirnar. Það væru fálkabrúður í gluggum verslana og stórir fálkar fyrir utan búðirnar sem ferðamenn létu mynda sig við.

Það væri ekki eins. Hinn litli sæti lundi, með sinn litríka gogg, hentar betur á tíma fjöldferðamennsku. Það var jú túrisminn sem gerði hann að þjóðarfugli. Þegar Guðmundur frá Miðdal brenndi í leir fugla sem urðu skrautmunir á íslenskum heimilum valdi hann fálka. Fálki Guðmundar er strangur á svipinn, vantar alveg mildi lundans.

Hér á árum áður var lundinn fugl Vestmannaeyja. Hann var veiddur þar í háf, snúinn úr háslið, reyttur og snæddur. Var hátíðarmatur – einkennisréttur þjóðhátíðar. Illu heilli hefur lundastofninum við Vestmannaeyjar hrakað, en hann er enn étinn á þjóðhátíð.

Allt er þetta býsna þjóðlegt og gott, en það er söknuður að þeim tíma að björg í Vestmannaeyjum voru krökk af lunda. Það er fágæt sjón að sjá þá flögra um í þúsundatali. Tölur frá þessu ári gefa vonir um að stofninn sé eitthvað að braggast, en hann er sterkari fyrir norðan land. Þar hefur lundinn hins vegar ekki verið í jafnmiklu uppáhaldi.

Þetta er nokkuð langur inngangur að því að taka undir hversu asnalegt, lákúrulegt og frámunalega hallærislegt það er að selja erlendum byssumönnum ferðir til Ísland í því skyni að skjóta lunda. Og það kórónar skömmina þegar hetjurnar birta myndir af sér á samskiptamiðlum með fenginn. Ég leyfi mér að taka undir allar hneykslunarraddir vegna þessa.

Gátu þessir náungar ekki bara verið heima hjá sér og skotið leirdúfur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“