fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Ótrúleg upptaka af átakafundi Pírata – Harðar ásakanir á Birgittu – „Hún grefur undan samherjum sínum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist fá í magann þegar hann heyrir sagt að Birgittu Jónsdóttur hafi verið ýtt úr flokknum. „Nei, Birgitta Jónsdóttir fékk bara ekki að ráða til tilbreytingar. Og þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar þannig. Ég treysti henni ekki til að halda trúnað, hún býr til ósætti frekar en sættir og stærir sig af því, hún krefst þess sífellt að hennar álits sé leitað og hún leitar ekki álits annarra, hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn, hún gerir lítið úr samherjum sínum…“

Þetta aðeins lítið brot úr eldræðu Helga Hrafns þar sem hann talaði gegn því að Birgitta Jónsdóttir fengi sæti í trúnaðarráði flokksins. Vefritið Viljinn birti upptöku af fundinum og er sú upptaka tiltæk á Youtube. Þess vegna birtum við hana hér líka að neðan.

Helgi Hrafn segir mjög reiðilega að þetta sé áralöng reynsla sín af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur.

Yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna á fundi trúnaðarráðs flokksins greiddi atkvæði gegn því að Birgitta fengi sæti í ráðinu. Birgitta er sögð hafa farið grátandi af fundinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur