fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Duterte íhugar að slíta stjórnmálatengslin við Ísland: „Ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, er nú sagður  íhuga alvarlega að slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktun Íslands á þingi mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna, hvar kallað var eftir óháðri rannsókn á stöðu mannréttindamála í landinu. Var tillagan samþykkt, en í yfirlýsingu talsmanns Duterte í gær kemur fram að forsetinn hyggist skoða fyrir alvöru að slíta öllum stjórnmálatengslum við Ísland vegna yfirlýsingarinnar.

Þar segir Salvador Panelo, að ályktun Íslands sé „fáránlega einhliða, svívirðilega þröngsýn og meinfýsnar öfgar,“ en Panelo hefur áður sagt að slitin muni hafa lítil áhrif á Filipseyjar, aðeins séu um 2000 Filippseyingar á Íslandi, lítil sem engin viðskipti væru milli landanna, nema kannski er varða fisk, en hann væri ekki alveg viss.

Mannslíf í hættu

Fréttablaðið greinir frá því að Filippseyingar hér á landi séu margir uggandi yfir þróun mála, en rætt er við nokkra í blaðinu í dag, sem þó vilja ekki koma fram undir nafni af ótta um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar:

„Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það er alltaf vandræði sem fylgja þessu.“

„Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“

Ekki fara til Filippseyja

Lilja Védís Hólmsdóttir er fulltrúi Filippseyinga á Íslandi í Evrópusamtökum Filippseyinga og hefur búið hér á landi í 20 ár. Hún segir við Fréttablaðið að hún fagni ályktun Íslands, en segir landa sína hér á landi klofna í afstöðu sinni:

„Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast á meðal Íslendinga á Íslandi. Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda eða poppstjörnur væri að ræða,“

segir Lilja og bætir við:

„Ég sjálf hef ég engu að tapa. Ég er nú þegar ríkisborgari hér en hjarta mitt er enn þá með Filippseyjum. Það er skárra ef þú þekkir til. Til dæmis eru margir Íslendingar sem eiga maka frá Filippseyjum. En ef þú þekkir engan skaltu ekki fara, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB