fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vilja nauðungarsölu hjá Sverri gullsala: Ansi skrautleg viðskiptasaga

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. júlí 2019 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn er búinn að fara fram á nauðungarsölu fyrirtækjahverfisins við Esjumela á Kjalarnesi. Fyrirtækjahverfið nær yfir níu fasteignir sem allar eru í eigu félagsins KD7 ehf. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

KD7 er í eigu félagsins K9 Kringlan ehf. en það er í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar sem þekktur er fyrir ansi skrautlega viðskiptasögu sína. Hann hefur verið gullsali, stundað demantaviðskipti, keypt málverk og starfrækt smálánastarfsemi. 

Á árunum fyrir hrun rak hann starfsmannaleiguna Proventus sem var með um 80 pólska starfsmenn hérlendis þegar mest lét. Um mitt sumar 2009 var félagið úrskurðað gjaldþrota en lífeyrissjóðurinn Gildi gerði 40 milljóna króna kröfu í búið.

Sverrir hefur einnig verið viðriðinn veitingastaði. Hann rak pizzustaðinn Gamla Smiðjan en þá komst hann í fréttirnar fyrir að rukka óánægðan viðskiptavin um leigu. Hann er fyrrverandi eigandi Þrastalundar en þegar hann var við stjórnina vakti það athygli að 750ml af vatni kostaði 750kr.

Það vakti athygli árið 2017 þegar Þak byggingafélag ehf. hóf sölu á íbúðum með 95% láni en Sverrir var þá framkvæmdastjóri og eigandi Þaks.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður