fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sólveig gáttuð yfir Biodome-áformum í Elliðaárdal: „Þvílíkt hneyksli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur það með ólíkindum að borgarráð hafi samþykkt að reisa svonefnt Biodome í Elliðarárdálnum, án þess að svara eða taka tillit til bréfs Umhverfisstofnunar sem lagðist gegn áformunum. Borgarráð viti greinilega ekki hvað skipti máli í þessum heimi og því hvetur Sólveig landsmenn til að standa vörð um Elliðárdalinn.

„Getur það verið rétt að meirihluti borgarráðs sem í gær samþykkti hina fáránlegu hugmynd um svokallað Biodome í blessuðum Elliðarárdalnum sé ekki búinn að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í vor þar sem stofnunin leggst gegn því að partur af dásamlegri náttúruperlu verði tekinn undir rekstrar-drauma einhvers fólks út í bæ?“

Sólveig segir að þegar hún hafi lesið álit Umhverfisstofnunar hafi hún fyllst von um að borgarráð hætti við Biodome-ið. „Mikið er gott að hafa eftirlitsstofnanir sem geta haft vit fyrir stjórnmálafólki sem kann ekki fótum sínum forráð og er á valdi einhverra uppbyggingaróra, hugsaði ég þakklát. Mér datt í alvöru ekki í hug að það væri hægt að láta sem álit Umhverfisstofnunar væri ekki til. Þvílíkt hneyksli.“

Sólveig nýtur fegurðarinnar í Elliðardal allan ársins hring. „Hann er dásamlegur á sumrin en hann er ótrúleg upplifun á veturna; á köldu vetrarkvöldi er hægt að verða vitni að stórkostlegum norðurljósum og þegar stjörnubjart er verð ég stundum að minna mig á að fara heim svo að ég drepist ekki úr kulda.“

Engin þörf sé fyrir neitt Biodome. Himinhvelfingin sjálf er dome mannfólksins og hefur verið frá upphafi. „Það er til marks um stórkostlega firringu og tengingarleysi við það sem skiptir máli að ætla að taka náttúrufegurðar-gjöf til okkar allra undir „grænan heim á norðurslóðum, allan ársins hring“.“

Grænn heimur á Norðurslóðum sé í rauninni fáránleg hugmynd. Að búa á norðurslóðum, á Íslandi, með dimmum og löngum vetri sé stundum erfitt. En á sama tíma felist í vetrinum stórkostleg fegurð.

„Stöndum vörð um dalinn okkar, látum ekki fólk sem greinilega veit ekki hvað skiptir máli í þessari veröld taka hann af okkur.“

„Takk, kæri dalur, fyrir að vera þarna til staðar fyrir mig og takk fyrir að „blómstra“, ekki síst í hinum merkilega norðurslóðavetri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda