fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Kolbrún: „Þetta er nú meiri bévítans forræðishyggjan í þessum meirihluta“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 12:00

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá á þriðjudag, þá taldi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur það ótækt að veita Magnúsi Má Kristinssyni leyfi fyrir pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur á dögunum, þó svo fordæmi væru fyrir slíkri veitingasölu við Sundhöll Reykjavíkur hér áður fyrr, sem og að pylsuvagn eða veitingasala væri við Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug. Ástæðan sem gefin var var óljós, það var einfaldlega ekki talið „heppilegt“ og bent á að í nágrenninu væru kaffihús, veitinga- og skyndibitastaðir.

Bévítans forræðishyggja

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir að um forræðishyggju meirihlutans sé að ræða, sem hlutist til um að stjórna lífstíl borgarbúa:

„Þetta er nú meiri bévítans forræðishyggjan í þessum meirihluta. Nú getur maður ekki fengið sér pylsu lengur eftir sund í Sundhöllinni. Hverra hagsmuna er verið að gæta hér? Hversu langt ætlar þessi meirihluti í borgarstjórn að ganga að skipta sér af lífi og lífsstíl borgarbúa?“

Kolbrún lagði fram bókun um málið sem lagt var fram í fundargerð í borgarráði í dag:

„Flokkur fólksins skilur ekki afstöðu meirihlutans að banna pylsuvagninn við Sundhöllina. Telur það eins og sagt er „ ekki heppilegt“. Hvað er eiginlega átt við með því, ekki heppilegt? Hvernig getur það verið „ekki heppilegt“ að hafa pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina? Þetta er enn eitt dæmi um forræðishyggju flokka meirihlutans. Þeir vilja ekki aðeins ráða samgöngumáta fólks heldur einnig hvort þeir fái sér pylsu eftir sund í Sundhöllinni sem hægt hefur verið að gera árum saman.“

Sjá einnig: Reykjavíkurborg telur „gourmet“ pylsur frá Michelinstjörnukokki óheppilegar fyrir sundlaugagesti – „Sorglegt að þetta hafi ekki náð í gegn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til