fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Glowie elskar hvað hún getur verið frjáls og skrýtin í London: „Á Íslandi er allt svo lítið“

Fókus
Fimmtudaginn 20. júní 2019 19:30

Mynd: GQ/Thomas Barrie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pétursdóttir, eða Glowie eins og hún er betur þekkt, er að gera það heldur betur gott í tónlistarheiminum. Hún gaf nýlega út fyrstu plötu sína „Where I Belong.“

Glowie hitaði upp fyrir tónleika söngkonunnar Marinu fyrir stuttu og mun hita upp fyrir tónleika Ed Sheeran á Íslandi í ágúst næstkomandi.

Hún hefur verið á samning við Columbia Records síðastliðin tvö ár og er tiltölulega nýflutt til London.

Glowie var í viðtali við GQ sem kom út fyrr í dag. Í viðtalinu fer hún yfir dansferillinn, nýju plötuna, skilaboðin í tónlistinni, London og listafólk sem hún lítur upp til.

Glowie segir að það sem hún elskar við að búa í London er hvað hún getur verið frjáls og skrýtin.

„Á Íslandi er allt svo lítið. Þegar þú ferð út úr húsi þá sérðu alltaf einhvern sem þú þekkir. En hérna í London, það sem ég elska við það er að öllum er skítsama um hvernig fólk lítur út eða klæðir sig. Mér finnst ég geta klæðst einhverju klikkuðu dressi og enginn er að fara að snúa sér við eða stara á mig. Ég get sungið upphátt með heyrnatól í eyrunum og öllum er sama. Það er það sem ég elska við þetta: að geta verið gjörsamlega frjáls og skrýtin,“ segir Glowie.

Glowie segir að hún myndi vilja vinna með Khalid. „Ég elska tónlistina hans. Hún er mjög tilfinningarík, ungleg, frjálsleg og jákvæð. Og röddin hans er ótrúleg. Ég held að raddir okkar myndu passa vel saman.“

Lestu allt viðtalið við Glowie í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“