fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Illskeytt innflutningsgjöf – Þórunn Antonía nýjasta fórnarlamb lúsmýs

Fókus
Föstudaginn 21. júní 2019 18:15

Þórunn Antonía

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í einbýlishús í Hveragerði, en Þórunn leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með flutningunum um síðustu helgi. Þórunn hefur síðustu ár hreiðrað um sig í snoturri íbúð í miðbæ Reykjavíkur en er þó ekki ókunnug í Hveragerði þar sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson og eiginkona hans Jenný Borgedóttir leikskólakennari, hafa búið sér til fallegt heimili þar undanfarin ár. Þórunn er gengin 33 vikur með sitt annað barn og náði að koma sér fyrir í húsinu í Hveragerði á mettíma.

Hins vegar fékk Þórunn frekar kuldalega innflutningsgjöf þegar hún var búin að hreiðra um sig í blómabænum. Plágan sem hefur breitt úr sér í Hveragerði, sjálft lúsmýið margfræga, tók á móti Þórunni og lét til skarar skríða með tilheyrandi bitum, kláða og óþægindum. Var Þórunn svo illa farin af bitum að hún þurfti að leita sér læknisþjónustu seint um kvöld í hinum nýja heimabæ sínum til að fá bót sinna meina. Þórunn náði sér samt fljótlega aftur á strik og hélt kyrru fyrir í kjölfar læknisheimsóknarinnar. Alþekkt er að óléttar konur eigi að forðast sterk lyf og því vont að lenda í þessum vágesti svo seint á meðgöngunni.

Lúsmýið, þessar örsmáu flugur sem bíta allt sem fyrirfinnst, virðast einkar hrifnar af tónlistarmönnum. Áður hafa verið sagðar af því fréttir að tónlistarmennirnir Karl Tómasson og Bubbi Morthens, sem búa báðir við Meðafellsvatn, hafi kvartað undan bitum flugunnar. Stóra spurning er þá: Hvaða tónlistarmaður verður næst fyrir barðinu á lúsmýinu ógurlega?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“