fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Landsliðsvalið kom Birki á óvart: ,,Það var hundleiðinlegt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson gat brosað í kvöld eftir öruggan sigur Vals í Pepsi Max-deild karla.

Birkir átti fínasta leik í bakverði er Valur fagnaði öruggum 5-1 sigri á Eyjamönnum.

,,Ég held að við höfum allir haft gott af smá pásu frá deildinni og það er frábært að byrja seinni hlutann svona,“ sagði Birkir.

,,Gamla Valsspilið og gamla Valsliðið kom til baka, við héldum boltanum vel, sköpuðum fullt af hálf sénsum og keyrðum svo yfir þá í seinni.“

,,Við vorum búnir að vera það góðir og svo kemur eitthvað draumaskot í skeytinn sem er lítið hægt að gera við þannig séð svo við héldum bara áfram.“

Birkir var utan hóps á dögunum er íslenska landsliðið spilaði við Albaníu og Tyrki í undankeppni EM.

,,Það var hundleiðinlegt að fá ekki að vera með en þeir stóðu sig vel strákarnir. Ef maður er ekki valinn í hópinn þá styður maður þá sem eru með og gerir sitt besta í því.“

,,Það kom alveg svolítið á óvart og ég var fúll yfir því en ég þarf bara að sýna það á vellinum að ég eigi heima í þessum hóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“