fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Er blaðran sprungin?

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann frábæran sigur í Pepsi Max-deild karla er liðið spilaði við ÍA á Akranesvelli í 8. umferð sumarsins.

Sigur KR var aldrei í hættu á Akranesi í kvöld og höfðu þeir svarthvítu betur sannfærandi, 3-1.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

KR-ingar voru frábærir í leiknum í dag. Leikskipulagið gekk alveg upp og var aginn til fyrirmyndar.

Þeir svarthvítu voru ekkert að flýta sér og voru með öll tök á leiknum nánast allar 90 mínúturnar. Eftir að hafa komist í 2-0 var sigurinn aldrei í hættu.

Finnur Tómas Pálmason er fæddur árið 2001 og er orðinn hlekkur í þessu KR liði. Gríðarlega skemmtilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér.

Það áttu allir KR-ingar bara góðan dag á Akranesi. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er á toppi deildarinnar.

Jafnvel þegar staðan var 2-0 þá voru yfirburðir KR-inga miklir og þá sérstaklega undir lokin.

Mínus:

Það var eins og ÍA væri aldrei að reyna að komast aftur í leikinn. Um leið og þeir fengu boltann var oft spilað til baka og engin áfefð í spilamennskunni fyrr en of seint.

Tobias Thomsen fékk tvö dauðafæri í þessum leik en klikkaði á þeim báðum. Það seinna var ótrúlegt en hann fékk boltann beint fyrir framan mark ÍA en skaut framhjá. Sem betur fer fyrir hann þá tókst honum að skora að lokum.

Það vantaði svo mikið hjá ÍA í dag. Það var eins og leikmenn liðsins hefðu engin svör við KR-ingum. Er blaðran sprungin?

ÍA hefur nú tapað þremur leikjum í röð og spilamennskan í dag var líklega sú versta í allt sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“