Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður, gæti verið á förum frá liði AEL Larissa í sumarglugganum.
Ögmundur stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili í Grikklandi og er nú á óskalista stærri liða.
Miðillinn Sportime þar í landi greinir frá því að Steven Gerrard hafi áhuga á því að semja við Ögmund.
Gerrard hefur undanfarið ár stýrt liði Rangers í Skotlandi og ku hafa áhuga á að semja við Ögmund.
Ögmundur á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Larissa og gæti freistað þess að fara í sumar.
Núverandi markvörður Rangers er hinn 37 ára gamli Allan McGregor sem á ekki mikið eftir.