fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Stjörnur Law & Order hrósuðu Einari: „Mér fannst þau aðeins þurr á manninn í byrjun“

Sneri sér að leiklistinni eftir tuttuga ára feril í auglýsingabransanum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 2. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot úr grein í helgarblaði DV sem fjallar um íslenska leikarann Einar Gunnar Einarsson, sem notast við listamannsnafnið Einar Gunn. Hann landaði litlu aukahlutverki í sjónvarpsþáttunum vinsælu Law & Order: SVU.

Lítil hlutverk í mörgum þáttum

Einar Gunnar hefur á síðustu árum landað fjölmörgum litlum hlutverkum í bandarískum sjónvarpsþáttum eins og „The Michael J. Fox Show“, „The Mysteries of Laura“ auk „The Blacklist“ sem skartar James Spader í aðalhlutverki. „Það eru margir um hituna fyrir hvert hlutverk. Það eru yfirleitt um 500–2.000 umsóknir sem berast varðandi hvert hlutverk og af þeim komast yfirleitt 6–12 í prufur. Síðan komast tveir á lokastigið og einn hreppir hnossið. Líkurnar á að hreppa hlutverk eru því ekki miklar,“ segir Einar.
Hann þakkar umboðsmanni sínum fyrir hlutverkið í „Law & Order“. „Hans vegna komst ég með fótinn inn fyrir dyrnar og strax í prufu. Þeim leist vel á mig og atriðið sem ég lék í var síðan tekið í lok janúar,“ segir Einar. Þátturinn verður frumsýndur í Bandaríkjunum í dag, fimmtudaginn 30.mars, og kvaðst Einar vera fullur tilhlökkunar að sjá afraksturinn.

Mariska fær 50 milljónir fyrir hvern þátt

Mariska Hargitay og Ice-T ásamt samleikurum sínum

Mariska Hargitay og Ice-T ásamt samleikurum sínum

Sakamálaþættirnir Law & Order: Special Victims Units hófu göngu sína þann 20.september 1999 og fagna því brátt 18 ára afmæli sínu. Alls hafa 403 þættir verið framleiddir frá upphafi. Sögusvið Law & Order: SVU er New York-borg og en þættirnir eru oftar en ekki lauslega byggðir á raunverulegum glæpum, yfirleitt kynferðislegs eðlis, sem fjölmiðlar vestra hafa fjallað um.

Stjörnur þáttanna frá byrjun voru leikarnir Christopher Meloni og Mariska Hargitay í hlutverkum rannsóknarlögreglumannanna Elliot Stabler og Olivia Benson. Þau heilluðu sjónvarpsáhorfendur upp úr skónum með framgöngu sinni en svo fór að Meloni gerði of háar launakröfur hætti árið 2011 eftir tólf þáttaraðir. Nú er Hargitay aðalstjarna þáttarins og er ein launahæsta sjónvarpsleikkona Bandaríkjanna. Hún fær greitt um 50 milljónir króna fyrir hvern þátt.

Hin stjarna þáttarins er rapparinn fyrrverandi, Ice-T, sem hreppti hlutverk í þáttunum árið 2000 sem rannsóknarlögreglumaðurinn Odafin „Fin“ Tutuola.

Fékk hrós frá stjörnunum

Að hans sögn er sjónvarpsþáttaframleiðsla eins og vel skipulögð ringulreið. „Það er allt að gerast og allt í einu. Ef leikari er ekki með sitt á hreinu þá er maður bara til trafala. Mariska og Ice-T voru búin að vinna allan daginn og þurftu skyndilega að skipta um gír þegar kom að minni senu. Þau einbeittu sér bara að sínu starfi og mér fannst þau aðeins þurr á manninn í byrjun,“ segir Einar. Að lokum gekk hinsvegar allt upp og senan kláraðist með stæl. „Þá léttist lundin og í lokin voru faðmlög á alla kanta. Mariska og leikstjórinn hrósuðu mér fyrir frammistöðuna og það var ánægjulegt að heyra. Ég upplifði þau sem prýðisfólk, segir Einar.

Að sjálfsögðu spurðist út á tökustaðnum að hann væri frá Íslandi og það vakti mikla athygli. „Margir úr tökuliðinu höfðu mikinn áhuga á að heimsækja Ísland eða höfðu þegar ferðast þangað. Mariska hafði sérstaklega mikinn áhuga og sagðist ætla að heyra í mér og rekja úr mér garnirnar þegar kæmi að því að hún ferðaðist til landsins,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki