Búið er að blása af æfingaleik Liverpool og Schalke sem fram átti að fara á Anfield, 6 ágúst.
Ástæðan er sú að Liverpool fékk í dag leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hefur leik föstudaginn 9 ágúst gegn Norwich.
Jurgen Klopp og hans menn töldu leikinn við Schalke vera alltof nálægt fyrsta leik í deild.
Liverpool á svo leik gegn Chelsea 14. ágúst, þar sem liðið keppir við Chelsea um Ofubikar UEFA.
Liverpool og Schalke ætla hins vegar að spila æfingaleik sumarið 2020.