fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

„Ég er alls ekki reið eða bitur“

Heilaþvegin af Vottum Jehóva sem barn og unglingur – Segir engu að síður mörg falleg gildi ríkja innan safnaðarins

Auður Ösp
Sunnudaginn 2. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég minnist á það við fólk að ég hafi einu sinni verið í Vottum Jehóva eru viðbrögðin oftast þannig að fólki finnst það skelfileg tilhugsun. Það liggur við að það spyrji hreint út hvort það sé hreinlega í lagi með mig. En ég er alls ekki reið eða bitur,“ segir Lilja Torfadóttir sem sagði skilið við Votta Jehóva árið 2004, eftir að hafa alist upp innan safnaðarins og lengi vel haft lítil kynni af heiminum utan hans. Eftir að hafa komið út úr skápnum var henni útskúfað og gert ljóst að hún væri ekki lengur velkomin. Hún segir að þrátt fyrir að söfnuðurinn hafi brotið bæði á henni og öðrum þá hafi Vottarnir ekki rústað lífi hennar.

Hér fyrir neðan birtist brot úr viðtalinu við Lilja en viðtalið í heild sinni má finna í helgarblaði DV

Á dögunum las Lilja viðtal við unga konu sem kvaðst hafa séð ljósið eftir að hafa fengið heimsókn frá Vottum Jehóva, þá komin á fullorðinsár. Sú er nú á leið til Suður-Ameríku til gegna trúboðastarfi fyrir söfnuðinn. Skiljanlega var margt í frásögn hennar sem Lilja á erfitt með að samþykkja. „Það er mikill munur á því að vera alinn upp innan safnaðarins og að koma þar inn á fullorðinsaldri. Ég skil hana að vissu leyti vel. Þú upplifir kærleika og finnur kannski einhvers konar fjölskyldu í söfnuðinum, fólk sem mun hlúa að þér og passa upp á þig. Manneskja sem segist finna ljósið hefur kannski verið að leita að einhverjum gildum til að hafa í lífinu. En það var mjög óþægilegt að lesa þetta.“

„Þegar ég minnist á það við fólk að ég hafi einu sinni verið í Vottum Jehóva eru viðbrögðin oftast þannig að fólki finnst það skelfileg tilhugsun.“
Sátt í dag „Þegar ég minnist á það við fólk að ég hafi einu sinni verið í Vottum Jehóva eru viðbrögðin oftast þannig að fólki finnst það skelfileg tilhugsun.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ekki reið eða bitur

Lilja eignaðist tvö börn með fyrrverandi manni sínum og yngsta drenginn með fyrrverandi konu sinni. Hún giftist núverandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Árnadóttur, Guggu árið 2013. Hún er skráð í Fríkirkjuna á meðan Gugga er skráð í Þjóðkirkjuna. Aðspurð hvort henni finnist fjarstæðukennt að hugsa til þess að hún hafi eitt sinn tilheyrt söfnuðinum og lotið reglum hans svarar Lilja játandi.

„Ég myndi ekki segja að Vottarnir hafi rústað lífi mínu. Þó svo að það sé endalaust hægt að pikka í söfnuðinn, þá myndi ég samt segja að þeir hafi kennt mér ýmislegt. Ég er til dæmis með gríðarlega sterka siðferðiskennd í dag. Ég veit að þeir gerðu margt rangt, brutu á fólki og brutu á mér. En það mætti samt benda á að það eru mörg falleg gildi innan safnaðarins eins og til dæmis það að fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli, ekki þetta endalausa lífsgæðakapphlaup og neyslubrjálæði. Vegna þeirra veit ég líka hvernig ég vil sjálf koma fram við börnin mín. Ég er kannski ekki algjörlega frjáls undan þessari óttahugsun. En þetta er ekki að plaga mig dagsdaglega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin