fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Guðlaugur Þór sendir frá sér yfirlýsingu: Hefur rætt við yfirvöld í Tyrklandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2019 17:07

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna flugs, landsliðs Tyrklands í fótbolta í gær. Mikil reiði er í Tyrklandi með þær móttökur sem landsliðið fékk við komuna.

Isavia svaraði fyrir sig í dag með því að útskýra ástæður þess að öryggisleit tók 80 mínútur á Leifsstöð í gær en ekki 180 mínútur eins og Tyrkir héldu fram.

„Vegna frétta af komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til Ísland er rétt að árétta að brottfararflugvöllur landsliðshópsins í Tyrklandi er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði, eða One Stop Security, sem gildir fyrir flugvelli í ríkjum ESB og á EES-svæðinu eða í þeim löndum sem gert hafa sérstaka samninga um það. Isavia er því skylt að framkvæma öryggisleit á öllum farþegum sem koma frá slíkum flugvöllum. Íslenskir farþegar, svo og farþegar allra annarra þjóða sem koma frá flugvöllum utan One Stop Security þurfa að fara í gegnum sama ferli.“

Guðlaugur Þór sendi svo frá sér yfirlýsingu nú rétt í þessu. ,,Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit þegar tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu kom hingað til lands í gærkvöld. Vísað er til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar frá því fyrr í dag.

Fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands óskaði sendiráð Tyrklands í Ósló, sem fer með fyrirsvar gagnvart Íslandi, eftir því við utanríkisráðuneytið að liðið fengi hraðmeðferð í gegnum vegabréfsskoðun og öryggisleit. Því miður var ekki mögulegt að bregðast við beiðninni með svo skömmum fyrirvara, auk þess sem slík fyrirgreiðsla stendur jafnan aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða.

Utanríkisráðuneytið hefur svarað orðsendingu tyrkneskra stjórnvalda og áréttað er að framkvæmd eftirlits á Keflavíkurflugvelli hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag og ekki hafi reynst unnt að verða við hraðmeðferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
433Sport
Í gær

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Í gær

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“