fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Lloyd Webber telur ekki gott að erfa mikinn auð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 21. apríl 2017 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Lloyd Webber segist afskaplega ánægður með að hafa ekki erft auð. Hann er forríkur og á fimm börn en segist ekki ætla að láta börn sín erfa megnið af auðæfunum. Hann segir það geta haft afar slæm áhrif á börn að fá auðæfi í arf, það sé ekki sniðugt að mata börn á peningum. Sjálfur fæddist hann inn í miðstéttarfjölskyldu sem hafði yndi af tónlist og byrjaði að semja tónverk rúmlega níu ára gamall.

Tónskáldið hefur notið gríðarlegrar velgengni í áratugi. Söngleikur hans Óperudraugurinn (Phantom of the Opera) heftur verið samfellt í sýningum á Broadway í 29 ár og í London í 31 ár. Enginn söngleikur kemst nálægt því að slá það met. Í byrjun þessa árs voru fjórir söngleikir hans á fjölum Broadway: Cats, Óperudraugurinn, School of Rock og Sunset Boulevard.

Lloyd Webber er 69 ára gamall. Fyrir nokkrum árum fékk hann krabbamein og þurfti síðan að gangast undir aðgerð í baki en þar fór sitthvað úrskeiðis og hann var mjög þjáður. Þegar hann náði heilsu á ný sneri hann sér að því að semja og til varð söngleikurinn School of Rock sem hefur slegið í gegn.

Lloyd Webber eyðir drjúgum tíma í Bandaríkjunum. Donald Trump er meðal aðdáenda og í kosningabaráttunni bauð hann Lloyd Webber í kaffi og ræddi fjálglega um fallega söngrödd fyrrverandi eiginkonu Lloyd Webber, Söru Brightman. Lloyd Webber segir að hann hafi fengið á tilfinninguna að Trump væri ákaflega undrandi yfir því mikla fylgi sem hann hefði sankað að sér. „Hann leit ekki út fyrir að vera maður sem hefði ástríðufullan áhuga á að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði Lloyd Webber nýlega í viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann