Allir leikmenn íslenska landsliðsins munu taka þátt í æfingu liðsins i dag, á morgun er leikur gegn Tyrkjum í undankeppni EM.
Ísland vann Albaníu á laugardag en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli, ljóst er að leikurinn gegn Albaníu tók í .
Stærsta spurningamerkið, er í kringum Jóhann Berg Guðmundsson sem var tæpur fyrir leikinn gegn Albaníu.
Hann byrjaði leikinn og skoraði magnað sigurmark, hann fór hins vegar haltur af velli. Meiðslin í kálfa angra hann.
,,Það eru allir klárir í að æfa í dag, svo sjáum við til. Leikurinn gegn Albaníu var erfiður, menn eru stífir,“ sagði Erik Hamren en gaf ekkert meira upp.