Sonur Lionel Messi, Mateo, er mikið í því að pirra bróður sinn sem heitir Tiago en þeir eru báðir ungir knattspyrnuaðdáendur.
Messi er goðsögn hjá Barcelona en hann hefur allan sinn feril leikið með spænska storliðinu.
Eins og flestir vita er mikill rígur á milli Barcelona og Real Madrid en það eru tvö sigursælustu lið Spánar.
Messi sagði í dag skemmtilega sögu af sonum sínum en Mateo elskar að pirra eldri bróður sinn Tiago er hann horfir á Real í sjónvarpinu.
,,Stundum er sjónvarpið í gangi og hann fagnar mörkum Real,“ sagði Messi við TyC Sports.
,,Sonur minn Tiago verður mjög pirraður og Mateo fagnar þessum mörkum svo að það fari í taugarnar á honum.“