fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Emil ræðir draumamarkið: ,,Þetta var bara frábær cross“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. júní 2019 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson var mættur á æfingu hjá íslenska landsliðinu í dag fyrir verkefni í undankeppni EM.

Emil er samningsbundinn Udinese á Ítalíu en hann gekk í raðir liðsins á síðasta tímabili eftir stutt stopp hjá Frosinone.

Miðjumaðurinn spilaði síðasta deildarleikinn með Udinese og segist vera í góðu standi.

,,Það var mjög kærkomið að ná nokkrum leikjum. Það var planið þannig þetta gekk ágætlega í endann eftir skemmtilegt lærdómsríkt ár,“ sagði Emil áður en síminn hringdi.

,,Það var frábært að snúa aftur til Udinese, ég var ánægður að fara til baka þangað. Þetta gekk ekki upp hjá Frosinone, því miður fyrir hvoran aðila. Það var best að ná starfslokasamning og þegar það gerðist buðu þeir mér að koma til baka.“

,,Ég var að jafna mig eftir aðgerð og ég hef æft á fullu síðustu 2-3 mánuði með liðinu og er fit og í góðu standi.“

Emil skoraði frábært mark í lokaleik deildarinnar en viðurkennir að hann hafi verið að reyna að gefa boltann fyrir.

,,Þetta var bara frábær cross! Ef allir crossar eru svona þá erum við ánægðir held ég!“

Leikið er við Albaníu og Tyrkland í undankeppni EM og veit Emil hversu mikilvægt það verður að ná í sigra.

,,Þessir sumarleikir eru ótrúlega skemmtilegir og það er alltaf ákveðinn fýlingur að taka sumarleikina og fara svo í sumarfrí eftir það í góðum fýling með sigra með sér.“

,,Eigum við ekki að segja það að við ætlum að halda því áfram og gefa allt í þetta og reyna að taka sex stig út úr þessu. Til að það gerist þá þarft margt að ganga upp. Ég vona að sem flestir mæti á völlinn. Það er ótrúlega mikilvægt að fá sama stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó