Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, spilar þessa stundina með portúgalska landsliðinu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Portúgal og Sviss eigast við í einmitt Portúgal og er staðan 1-0 fyrir heimamönnum þessa stundina.
Það var Ronaldo sem skoraði mark Portúgals en hann skoraði með virkilega laglegri aukaspyrnu í fyrri hálfleik.
Ronaldo hefur átt góðan leik fyrir Portúgal og bauð einnig upp á stórkostleg tilþrif er hann gaf á liðsfélaga sinn Joao Felix.
Ronaldo skellti í svokallaða ‘no look’ sendingu utanfótar og smellhitti á liðsfélaga sinn.
Hér má sjá markið og sendinguna.
TBF this no look pass from Ronaldo is filth ? Shame Joao Felix couldn’t finish it. Would have been a classy HT Goal & Assist from CR7 #NationsLeague #PORSUI pic.twitter.com/7MeCkdmOfj
— ?Aliko (@ALIKO_THOMAS) 5 June 2019
@Cristiano free kick. Guess what happens next? #cr7 #Ronaldo #portugal #goal #goat pic.twitter.com/YZEUzbfnd9
— Rob G (@LasVegasGoat) 5 June 2019