fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Donald Trump forðast tröppur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunday Times birti á dögunum frétt þess efnis að hafinn væri undirbúningur að heimsókn Donalds Trump til Bretlands sem fyrirhuguð er í október. Þar kom fram að tekið sé mið af hræðslu Trumps við að ganga niður tröppur og því verði reynt eftir megni að hafa móttökur og athafnir á jarðhæðum. Fréttir af þessum ótta Trumps fengu byr undir báða vængi þegar hann sást grípa í hönd Theresu May í opinberri heimsókn hennar til Bandaríkjanna en þá voru þau að ganga niður tröppur. Auk þess að hafa beyg af tröppum er Trump sagður mjög sýklahræddur og lítt hrifinn af að heilsa með handabandi, sem hann þarf þó að gera ansi mikið af stöðu sinnar vegna. Fréttaritari CNN spurði eitt sinn talsmann Hvíta hússins um hræðslu Trumps við að ganga niður tröppur og fékk það svar að spurningin væri fáránleg.

Árið 2014 beindi Trump viðvörunarorðum á Twitter til Baracks Obama sem hafði hlaupið niður landgang forsetaflugvélarinnar. „Passaðu þig að detta ekki,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Í gær

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“