,,Það gekk mjög vel persónulega í ár,“ sagði kantmaðurinn knái, Rúrik Gíslason hjá Sandhausen í Þýskalandi. Rúrik er mættur heim til æfinga með íslenska landsliðinu.
Fram undan eru leikir á Laugardalsvelli við Albaníu og Tyrklandi, afar mikilvægir leikir ef liðið ætlar á Evrópumótið á næsta ári.
,,Þetta verður erfitt verkefni, við erum með þrjá punkta og búnir að spila við Frakkland úti. Ég held að markmiðið verði að vera og sé að taka sex stig í þessum leikjum.“
Íslenska liðinu hefur ekkert vegnað neitt sérstaklega vel síðasta árið, því vill Rúrik breyta.
,,Það hefur ekki verið nægur stígandi í okkar leik síðasta árið, það er kominn tími á að stíga upp og troða sokk í þá sem segja að við séum búnir.“
Viðtalið við Rúrik er í heild hér að neðan.