fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Gylfi endurnærður eftir golfferð til Bandaríkjanna: „Maður byrjar að finna fyrir þreytu í febrúar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. júní 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held að þetta sé besta tímabil mitt í úrvalsdeildinni,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta stjarna Everton og íslenska landsliðsins, við 433.is í dag. Gylfi er mættur í landsleikina mikilvægu, gegn Albaníu og Tyrklandi.

Ísland mætir Albaníu í undankeppni EM, á laugardag. Svo fylgir annar heimaleikur gegn Tyrklandi, í næstu viku.

,,Það gekk nokkuð vel með Everton, við enduðum tímabilið sem lið, mjög vel. Það var kafli í kringum Liverpool leikinn, úti. Misstum af lestinni.“

Tímabilið er langt á Englandi, sérstaklega fyrir þá sem tóku þátt í HM síðasta sumar og eru í landsleikjum þegar frí er í deildinni. Gylfi var að koma úr góðu fríi.

,,Ég fór í golf í 10-11 daga, til Bandaríkjanna. Ég tók því aðallega rólega, ég kíkti í ræktina og var að synda. Ég hef æft með landsliðinu um nokkurt skeið núna.“

,,Ég fann fyrir þreytu í febrúar eða mars, maður er byrjaður að finna fyrir því þá. Það tekur á að spila flesta leiki, þegar strákarnir eru að fá frí, þá er maður í landsleikjum. Maður finnur fyrir þreytu, en heldur sér gangandi, það var kærkomið að fá 10-12 daga í afslöppun.“

Landsliðið ætlar sér sex stig í þessu verkefni, það er nánast nauðsynlegt til að eiga góða möguleika á EM sæti.

,,Allt annað en sex stig eru vonbrigði, það er bara svoleiðis. Þetta er það snemma í riðlinum, ef við náum í sex stig núna þá lítur þetta vel út. Ef úrslitin fara á annan veg, þá verður þetta erfitt.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó