Það var algjör brandari þegar Paris Saint-Germain datt úr leik í Meistaradeild Evrópu fyrr á árinu eftir leik gegn Manchester United.
Þetta segir bakvörðurinn Thomas Meunier en PSG tapaði einvíginu í 16-liða úrslitum á dramatískan hátt.
United tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en gerði sér lítið fyrir og vann frönsku meistarana 3-1 í Frakklandi.
,,Þetta var stærsti brandari í sögu knattspyrnunnar. Ég hefði veðjað einni milljón evra að við myndum ekki tapa,“ sagði Meunier.
,,Meistaradeildin er ennþá stórt vandamál fyrir okkur. Ég vil vera hér áfram og við höfum rætt um að framlengja.“
,,Það er ekkert tilboð á borðinu samt. Ég er tilbúinn að vera hér áfram, það vita það allir.“