Manchester United hefur áhuga á James Maddison, miðjumanni Leicester. Ensk blöð segja frá þessu í dag.
Maddison er öflugur miðjumaður en Manchester City, Liverpool og Tottenham hafa fylgst með honum.
Ár er síðan að Leicester keypti Maddison frá Norwich, hann var sá leikmaður sem skapaði flest færi í deildinni í ár.
Maddison ólst upp við að styðja Manchester United en félagi horfir mest á unga, breska leikmenn.
Talið er að Leicester sé tilbúið að selja Maddison ef 60 milljónir punda koma á borðið.