,,Ég get voða lítið sagt,“ sagði Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa um stöðu sína hjá Aston Villa á Englandi. Þetta stórveldi er mætt aftur í ensku úrvalsdeildina.
Það sem flækir stöðu Birkis er að hann fékk lítið sem ekkert að spila eftir áramót, hann er í kuldanum. Hann á hins vegar ár eftir af samningi sínum, draumurinn um að spila í ensku úrvalsdeildinni. Gæti orðið til þess að Birkir verður áfram.
,,Ég á eitt ár eftir, það er ekki búið að vera skemmtilegt síðustu fimm mánuði. Ég hef ekkert rætt við klúbbinn að vita. Villa er frábær klúbbur, ég væri mjög til í að vera áfram. Við sjáum hvað gerist.“
,,Ég er í svipaðri stöðu og ég var fyrir síðustu leiki, ég hef spilað tuttugu mínútur síðan í janúar. Ég er í mjög góðu formi.
Íslenska landsliðið mætir Albaníu á laugardag í undankeppni EM, eftir viku er svo verkefni gegn Tyrklandi. Það er ljóst að íslenska liðið þarf helst sex stig í þessum leikjum.
Birkir hefur æft vel en viðurkennir að það sé erfitt andlega að vera í félagsliði, og fá ekkert að spila.
,,Það er stundum mjög erfitt, maður reynir að halda sér í standi. Maður veit af þessum mikilvægu leikjum með landsliðinu.