,,Persónulega átti ég mjög gott, fyrsta tímabil hjá CSKA,“ sagði Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu og íslenska landsliðsins, við 433.is í dag.
Arnór er mættur heim í verkefni með íslenska landsliðinu, leikir gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM. Afar mikilvægt verkefni.
,,Vonbrigðin voru að ná ekki Meistaradeildarsæti, við förum beint inn í Evrópudeildina. Við erum með ungt og skemmtilegt lið, það var ekki þessi reynsla til að klára leiki.“
Arnór sem er aðeins tvítugur var frábær með CSKA í vetur, stórlið hafa áhuga á honum. Þannig hafa sumir sagt að það sé 100 prósent að Arnór gangi í raðir Napoli á Ítalíu.
,,Mér líður vel í Moskvu, ég er að fá það traust sem ég þarf. Þegar vel gengur, þá kemur áhugi og fyrirspurnir. Mín einbeiting er bara á þessum landsleikjum, síðan sjáum við til.“
,,Það er ekki þannig, það er ekki 100 prósent. Það er ekki rétt.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.