Franz Beckenbauer, goðsögn Bayern Munchen, gaf það út á dögunum að hann vildi sjá Jurgen Klopp taka við liðinu.
Klopp hefur náð góðum árangri með Liverpool en hann var áður stjóri Borussia Dortmund.
Liverpool vann Meistaradeildina á laugardag og var Klopp spurður út í þessu ummæli Beckenbauer.
,,Mér líkar við Franz og honum líkar við mig en ég er samningsbundinn Liverpool í langan tíma,“ sagði Klopp.
,,Ef Franz segir svona hluti þá er það betra en að hann segi að ég geti ekki gert neitt. Bæði Bayern og Dortmund eru með góða stjóra.“
,,Hvað gæti gerst á næstu fimm árum eða eftir það, ég veit það ekki. Kannski koma upp aðrir stjórar sem geta sinnt þessum störfum.“