Franska karlalandsliðið í fótbolta hefur hent kvennalandsliðinu út af Clairefontaine, æfingasvæði franska sambandsins. Þó aðeins í nokkra daga.
Stelpurnar eru að undirbúa sig undir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Frakklandi, strákarnir yfirgefa svæðið eftir viku.
Kvennalandsliðið hefur verið á Clairefontaine svæðinu síðustu daga en geta ekki verið á því næstu vikuna, strákarnir hafa forgang. Stelpurnar voru færðar annað, á svæði sem er ekki eins gott.
Franska knattspyrnusambandið lítur þannig á málið að karlarnir hafi forgang, þeir séu mikilvægara landslið. Þessi ákvörðun hefur vakið áhuga enda er kvennalandsliðið á leið í Heimsmeistaramót í Frakklandi.
,,Þær fá Clairefontaine svæðið á meðan mótinu stendur, það er ekkert að ræða,“ sagði Didier Deschamps þjálfari karlaliðsins.