fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári lætur þann launahæsta heyra það: „Ég myndi skammast mín og setja hausinn niður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 14:00

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram í gær en grannalið Arsenal og Chelsea áttust við í Baku. Fyrri hálfleikurinn í gær var engin frábær skemmtun og fengum við engin mörk.

Það fór allt af stað í seinni hálfleik og komst Chelsea yfir með laglegu skallamarki Olivier Giroud. Stuttu seinna var staðan orðin 2-0 fyrir þeim bláu en Pedro skoraði þá laglegt mark eftir skyndisókn. Eden Hazard skoraði svo þriðja mark Chelsea ekki löngu síðar úr vítaspyrnu og útlitið svart fyrir Arsenal. Alex Iwobi lagaði stöðuna fyrir Arsenal með frábæru marki áður en Hazard bætti við sínu öðru og gulltryggði Chelsea 4-1 sigur.

Arsenal mun því leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá BT Sport á leiknum, samkvæmt vef Metro þá lét hann Mesut Özil, launahæsta leikmann Arsenal heyra það eftir leik.

,,Það var eins Özil hefði labbað eins hægt og hann gæti af velli í stöðunni 4-1, til að láta fólk standa upp og klappa fyrir sér,“ sagði Eiður Smári og var óhress með látbragð Özil en Metro fjallar um málið.

,,Ég biðst afsökunar, en ég myndi skammast mín og setja hausinn niður, og spretta af velli. Hann er frábær leikmaður, með mikla hæfileika. Sem þjálfari gæti ég aldrei horft á svona í mínu liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze