Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram í gær en grannalið Arsenal og Chelsea áttust við í Baku. Fyrri hálfleikurinn í gær var engin frábær skemmtun og fengum við engin mörk.
Það fór allt af stað í seinni hálfleik og komst Chelsea yfir með laglegu skallamarki Olivier Giroud. Stuttu seinna var staðan orðin 2-0 fyrir þeim bláu en Pedro skoraði þá laglegt mark eftir skyndisókn. Eden Hazard skoraði svo þriðja mark Chelsea ekki löngu síðar úr vítaspyrnu og útlitið svart fyrir Arsenal. Alex Iwobi lagaði stöðuna fyrir Arsenal með frábæru marki áður en Hazard bætti við sínu öðru og gulltryggði Chelsea 4-1 sigur.
Arsenal mun því leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar.
Stuðningsmenn Arsenal voru reiðir eftir leik í gær en myndband úr lest í London hefur vakið mikla athyli. Þar voru meðal annars bræður sem voru að slást. Þeir hræktu á hvorn á annan og merira til.
Atvikið má sjá hér að neðan.