Það er aldrei langt á milli Maurizio Sarri og sígarettupakkans hans en hann er mikill reykingarmaður.
Sarri er þekktur fyrir það að naga á sígarettustubb í leikjum en hann hefur lengi treyst á tóbakið til að róa taugarnar.
Hann sá sína menn spila við Arsenal í úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en Chelsea vann 4-1 sigur.
Það var því fagnað verulega á vellinum í Baku eftir sigurinn og náði Sarri að smygla inn vindli sem hann fékk svo í hendurnar eftir leik.
Mynd af þessu má sjá hér.