Eden Hazard, leikmaður Chelsea, staðfesti það í kvöld að hann væri á förum frá félaginu.
Hazard staðfesti það eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar en Belginn gerði tvö mörk í 4-1 sigri á Arsenal.
Hazard var spurður út í framtíð sína eftir leikinn og staðfesti það að það væru allar líkur á að hann væri á leið til Real Madrid.
,,Ég veit ekki hvað gerist ennþá. Eina markmiðið var að vinna þennan bikar,“ sagði Hazard.
,,Ég er búinn að taka mína ákvörðun, ég sagði það fyrir tveimur vikum. Nú er þetta undir félögunum komið.“
,,Ég er bara að bíða eins og félagið. Ég held að ég hafi verið að kveðja en þú veist aldrei hvað gerist í fótboltanum.“