Ef marka má fjölmiðla ytra þá verður Eden Hazard kynntur sem leikmaður Real Madrid strax á mánudag.
Sagt er að Real Madrid sé búið að semja við Chelsea um kaupverð, það sé 115 milljónir punda.
Það er ansi gott verð fyrir Chelsea, Hazard á bara ár eftir af samningi og hefur neitað að krota undir nýjan.
Sagt er að Hazard mun skrifa undir fjögurra ára samning sem færir honum 400 þúsund pund í laun á viku.
Þar með fer Hazard í hóp launahæstu leikmanna í heimi en miklar breytingar, verða hjá Real Madrid í sumar.
Hazard mun kveðja Chelsea í kvöld í úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Arsenal, klukkan 19:00.