fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Fordómar á Íslandi: „Ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum“

433
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

Fordómar setja oft ljótan blett á íþróttir, þeir birtast okkur með mismunandi hætti. Oftast tengjast fordómar húðlit en einnig geta þeir tengst uppruna og þannig mál hafa komið upp á Íslandi. Mikið var rætt um fordóma í íslenskum fótbolta síðasta sumar eftir að Björgvin Stefánsson, framherji KR, gerði sig sekan um kynþáttafordóma. Björgvin lét rasísk ummæli falla í leik Hauka, sem hann lýsti í vefsjónvarpi. Hann sagði þar að það væri alltaf stutt í villimanseðlið hjá svarta manninum.

Fjölnir, FH og Mwesigva – 2006 2007
Andrew Mwesigva frá Úganda lék í nokkur ár með ÍBV, við góðan orðstír. Mwesigva var kallaður Siggi í Eyjum en hann mátti þola fordóma vegna húðlitar ansi oft, tvö atvik komu upp árið 2006 og 2007. Í bæði skiptin voru það áhorfendur sem voru með fordóma í garð Sigga, Árið 2006 fékk FH 30 þúsund króna sekt fyrir fordóma í garð Mwesigva og ári síðar var komið að Fjölni, áhorfendur Fjölnis voru ansi grófir er gamlar fréttir eru skoðaðar. Hrópin að Mwesigva heyrðust oft í leiknum og ofbauð mörgum framkoma þeirra. KSÍ sektaði Fjölni um 30 þúsund krónur.

Eyþór Helgi Birgisson – 2014
Eyþór Helgi Birgisson hefur farið víða á ferli sínum en árið 2014 lék hann með Víkingi Ólafsvík. Eyþóri hafði verið vikið af velli í leik gegn Grindavík, en þegar hann gekk af velli lét hann fordómafull ummæli falla. Viatcheslav Titov var þá aðstoðardómari í leiknum en hann og Eyþór þekktust eftir að hafa alist upp saman í HK. Eyþór tjáði honum að drulla sér aftur heim til Rússlands, en Titov er af rússnesku bergi brotinn. Fyrst um sinn ætlaði KSÍ að taka á málinu af hörku og dæmdi Eyþór í fimm leikja bann. Ólafsvík áfrýjaði þeim dómi og að lokum fékk Eyþór Helgi aðeins eins leiks bann.

Stuðningsmaður ÍBV – 2014
ÍBV var árið 2014 sektað um 150 þúsund krónur, ástæðan var kynþáttaníð sem stuðningsmaður félagsins hafði í garð Farid Zato, sem þá lék með KR en í dag spilar hann fyrir Kórdrengi. Atvikið kom upp í leik í undanúrslitum bikarsins. Stuðningsmaðurinn hrópaði ljótum orðum að Farid sem er þeldökkur, kynþáttaníð af verstu sort. ÍBV fagnaði því að KSÍ tæki harkalega á þessu máli og sagði að stuðningsmaðurinn væri kominn í langt bann frá Hásteinsvelli, samkvæmt reglum KSÍ á stuðningsmaður sem gerist sekur um svona fordóma að fá 2 ára bann hið minnsta.

Pape Mamadou Faye – 2017
Pape Mamadou Faye hefur sett svip sinn á íslenskan fótbolta lengi, skemmtilegur karakter sem farið hefur víða. Pape tjáði sig í viðtali við DV árið 2017 um fordóma en hann er frá Senegal. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands,“ segir Pape, sem hefur verið kallaður surtur. „Þetta gerðist oftar þegar ég var yngri. Þegar að maður er lítill er auðveldara að brjóta mann niður. Sum af þessum orðum særa mig meira en N-orðið. Þau notuðu gamaldags orð eins og surtur,“ segir Pape.

Hann segist hafa fengið morðhótun fyrir leik gegn Fjölni fyrir nokkrum árum, þá var lögreglan kölluð til og vaktaði svæðið. „Í hverri sundlaug er yfirleitt einn pottur með þægilegasta hitastiginu sem flestir eru í. Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum,“ segir Pape Mamadou Faye.

Þórarinn Ingi og Ingólfur 2019
Þórarinn Ingi Valdimarsson lét fordómafull ummæli falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnurnar og Leiknis í mars á síðasta ári. Þórarinn baðst afsökunar strax að leik loknum. Þórarinn lét niðrandi ummæli falla um andlega heilsu Ingólfs, sem vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann steig fram og ræddi opinskátt um baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi en hann hefur lengi glímt við kvíðaröskun. Ingólfur þótti mikið efni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnusviðinu. „Öllum líður misjafnlega og fólk upplifir ýmislegt og þess vegna er mikilvægt að gera greinarmun á andlegri líðan og geðsjúkdómum. Lífið er erfitt, annars væri það ekki lífið,“ sagði hann meðal annars þá. Þá vakti opið bréf hans til ungra manna í sjálfsvígshugleiðingum mikla athygli. Bréf hans hófst á þessum orðum.

Í leiknum í mars missti Þórarinn, eins og áður segir, stjórn á sér. Sagði Þórarinn að Ingólfur ætti að hugsa um andlega heilsu sína og mun hafa uppnefnt hann í kjölfarið með vísun í veikindi hans. Heyrði dómari leiksins hvað Þórarinn sagði og var umsvifalaust vísað af velli. KSÍ tók málið fyrir en Þórarinn fékk enga auka refsingu, hann missir af fyrsta leik í Lengjubikarnum á næsta ári. KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir það hvernig tekið var á málinu.

Hjörtur Hjartarson og Guðmundur Mete – 2006
Það átti sér stað nokkuð frægt atvik í efstu deild á Íslandi árið 2006 þegar ÍA og Keflavík áttust við, þar var hart barist en Hjörtur Júlíus Hjartarson, þá framherji ÍA, og Guðmundur Mete, þá varnarmaður Keflavíkur, tókust á. Heitt var í kolunum og voru báðir aðilar bornir þungum sökum. Hjörtur ræddi málið í Kastljósi þetta sama ár. ,,Hann lofar mér því að næst þegar ég komi nálægt honum eða inn í teiginn þá muni hann stúta mér og fótbrjóta mig eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta heldur eitthvað svona áfram þangað til hann byrjar að kalla móður mína hóru og þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem hann kallar þetta á leikmenn Skagaliðsins. Hann gerði þetta líka við Bjarka Frey í Keflavík og þar sagðist hann líka ætla að gera ákveðna hluti við hann eftir leikinn,“ sagði Hjörtur í Kastljósi árið 2006.

Eftir þessi orð Guðmundar kallaði Hjörtur hann Tyrkjadjöful og sagði að best væri fyrir hann að fara heim. Faðir Guðmundar er Tyrki. „,,Fyrir það fyrsta þá gekk ég alltof langt í mínum orðum og ég iðrast þess mjög og bið Guðmund innilega afsökunar á því sem ég sagði við hann. En það er rétt að ég kallaði hann Tyrkjadjöful og sagði honum að best væri fyrir hann bara að drulla sér heim. Ég viðurkenni það fúslega og ég sé mjög eftir því. Ég verð bara að taka þeim gjörðum mínum og þeim orðum sem ég lét falla.“

Hjörtur hélt því fram að eftir þessi orð sín hafi komið morðhótun frá Guðmundi. „Þá segir hann við mig. „Jæja, ok, við skulum bara útkljá þetta mál eftir leikinn. Þá skulum við bara hittast og þá ætla ég að drepa þig.“ Hjörtur fékk tveggja leikja bann frá KSÍ fyrir fordóma sína en Guðmundur eins leiks bann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu