fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Síðustu klukkustundir WOW air: Bjargvætturinn mætti ekki á fundinn – „Þung voru skrefin til fundar við Skúla“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2019 09:40

Skúli er ekki sáttur við störf Sveins Andra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var þann 28. mars síðastliðinn að WOW air væri hætt starfsemi. En aðeins nokkrum klukkustundum áður kviknaði von um að það tækist að bjarga félaginu – að sinni að minnsta kosti. Ljósi er varpað á þetta í nýrri bók Stefáns Einars Stefánssonar, WOW – Ris og fall flugfélags, sem kom út í gær.

Viðskiptablaðið birtir í dag brot úr bókinni.

Eins og kunnugt er var staðan orðin slæm að kvöldi 27. mars, raunar svo slæm að um kvöldið ákváðu forsvarsmenn WOW að leggja inn flugrekstrarleyfið hjá Samgöngustofu. En þá kviknaði vonarneisti um að hægt yrði að fá nýjan fjárfesti að WOW air.

Stefán Einar Stefánsson WOW

„Fyrir milligöngu lykilfólks innan Wow air hafði tekist að koma á fundi með Hugh Short, forstjóra PT Capital, sem er bandarískur fjárfestingarsjóður. Hann var þá staddur hér á landi vegna annarra verkefna. Hann var að auki mjög vel kunnugur Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni Wow, og Björgólfi Thor sem nú var orðinn hluthafi í félaginu á grundvelli þátttöku sinnar í skuldabréfaútboðinu í september 2018. Kynni þeirra voru til komin vegna fjárfestingar sjóðsins í símafélaginu Nova sem Björgólfur á og Liv var forstjóri yfir um langt árabil. PT Capital hefur fjárfest í KEA-hótelum og því lagt fjármagn undir í tengslum við uppgang íslenskrar ferðaþjónustu.“

Í bókinni kemur fram að Short hafi ekki getað hitt fulltrúa WOW fyrr en mjög snemma að morgni fimmtudagsins 28. mars. Þá þegar var orðið ljóst að kyrrsetning véla WOW væri orðin að veruleika. Engu að síður var þarna tækifæri sem nauðsynlegt var að láta reyna á.

„Seint um kvöldið hér heima var fundi komið á með Short og hann skyldi fara fram á Hótel Borg klukkan sex um morguninn. Og þangað mættu þeir tveir, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, fulltrúi skuldabréfaeigenda, og Bjarni Þórður Bjarnason, frá Arctica Finance. Til þess að áætlunin gengi upp þurftu þeir lífsnauðsynlega að fá undirskrift Shorts á drögum að samkomulagi um fjárfestingu PT Capital í WOW air. Þau drög höfðu verið send á hans fólk um kvöldið. Tillagan fólst í fjörutíu milljóna dollara innspýtingu gegn 60% hlut í félaginu.“

Í bókinni kemur fram að ef fulltrúar WOW fengju undirskriftina væru líkur á að hægt yrði að aflétta kyrrsetningunni. En þetta varð aldrei að veruleika því Hugh mætti ekki á fundinn á Hótel Borg og það náðist ekki í hann.

„Hnípnir hafa þeir gengið út á Austurvöll í morgunsvalanum og þá vissu þeir fyrir víst að dagar WOW air voru taldir. Þung voru skrefin til fundar við Skúla [Mogensen] þar sem þeir báru honum tíðindin um erindisleysuna á Borginni, staðnum þar sem viðskiptaævintýrin höfðu öll átt upphaf sitt þremur áratugum fyrr,“ segir í bókinni sem Viðskiptablaðið vitnar til í umfjöllun sinni. Eftir þetta var gengið á fund Samgöngustofu þar sem flugsrekstrarleyfið var afhent á skrifstofu Samgöngustofu í Ármúla.

Sjá einnig:

Menn telja sig hafa verið svikna

Skúli var á móti bókinni og neitaði samstarfi

Segir að Skúli muni aldrei koma nálægt flugrekstri aftur – Hann fékk rangan mann upp á móti sér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann