fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Gary Martin kemur fyrrum liðsfélaga hjá Val til varnar: ,,Þið sjáið hann bara spila einu sinni í viku“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 19:47

Haukur Páll, fyrirliði Valsmanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, fyrrum leikmaður Vals, kom fyrrum liðsfélaga sínum til varnar í dag á samskiptamiðlinum Twitter.

Dominik Bajda tjáði sig um Valsliðið sem hefur verið í miklu basli á tímabilinu og er með fjögur stig eftir sex umferðir.

Valur styrkti sig verulega fyrir leiktíðina en Dominik segir að þeir hafi fengið inn leikmenn sem kannski henta ekki leikstíl Ólafs Jóhannessonar, þjálfara.

,,Ég held að Óli Jó sé ekki þjálfari sem getur gert gott lið úr tæknilega góðum leikmönnum, hann er meira í þeim einföldu eins og Hauki Pál,“ skrifaði Dominik.

,,Hann treystir á menn eins og hann. Góður tæknilegur þjálfari myndi örugglega ekki tapa með þessu Valsliði og Gary Martin myndi skora 20 mörk eða meira.“

Gary sá þessi skilaboð Dominik og kom Hauki til varnar. Gary segir að Haukur sé betri en margir geri sér grein fyrir.

,,Ég get sagt þér það að Haukur Páll er ekki einfaldur leikmaðu,r hann er mjög, mjög góður leikmaður og líka tæknilega.“

,,Fólk sér ekki þá hlið af honum því þau sjá hann spila einu sinni í viku en ég sá hann á hverjum degi og hann er mjög góður og gáfaður fótboltamaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar