fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Mikael vildi henda sprengju í loftið: Þessu spáir hann um framtíð Óla Jó og Rúnars

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Línur eru farnar að taka á sig mynd í Pepsi Max-deild karla, þegar rúmlega 25 prósent af mótinu eru á enda. Þétt er spilað í upphafi móts og eru sex umferðir af 22 á enda. Skagamenn sitja á toppnum með 16 stig.

Stjarnan hefur ollið vonbrigðum og er með 8 stig, sömu sögu má segja um Íslandsmeistara Vals sem hafa aðeins fjögur stig. Í Dr. Football, hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar var því velt upp hvort Stjarnan eða Valur gætu skipt um þjálfara.

,,Gætum við séð þjálfaraskipti um mitt sumar hjá Stjörnunni?,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málefni Stjörnunnar.

Stjarnan og Valur mætast í Pepsi Max-deildinni á sunnudag. Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins, varpaði fram sprengju.

,,Ég held það, ég ætla að henda sprengju inn í þetta. Það er Stjarnan – Valur á sunnudaginn, liðið sem tapar þeim leik verður komið með nýjan þjálfara eftir landsleikjafríið,“ sagði Mikael en landsleikjafríið hefst á mánudag.

Rúnar Páll Sigmundsson hefur unnið frábær starf með Stjörnuna og Ólafur Jóhannesson sömuleiðis með Val. Mikael nefndi að líklegra væri að þeir myndu bara hætta sjálfviljugir, frekar en að þeir yrðu reknir.

Stjarnan hefur unnið tvo leiki í sumar en leikur liðsins hefur ekki verið sannfærandi.

,,Þeir eru búnir að grísa stig á móti slökustu liðum deildarinnar, þeir hafa náð þem gegn HK og Víking. Það var hvorugt sanngjarnt,“ sagði Mikael

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar