Tottenham hefur boðið 53 milljónir punda í Giovani Lo Celso, miðjumann Real Betis. BBC segir frá.
Ekki er víst að Betis taki þessu tilboði Tottenham en klásúlsa er í samningi hans, hún er 88 milljónir punda.
BBC segir að Betis vilji fá nálægt þeirri upphæð svo að Lo Celso fari.
Fleiri félög hafa áhuga á þessum 23 ára miðjumanni frá Argentínu, fleiri félög hafa áhuga á honum á Englandi.
Ef Lo Celso kemur til Tottenham, verður hann dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Tottenham borgaði 42 milljónir punda fyrir Davinson Sanchez, árið 2017.