Framherjinn Tristan Koskor er hættur í Fylki í Pepsi Max-deild karla en þetta var staðfest í dag.
Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokks karla hjá Fylki, staðfesti þessar fregnir á Twitter-síðu sinni.
Koskor er 23 ára gamall eistnenskur landsliðsmaður en hann spilaði sinn fyrsta landsleik í janúar.
Hann gerði samning við Fylki í mars eftir að hafa skorað 21 mark í efstu deild í Eistlandi á síðustu leiktíð.
Hann virðist þó ekki hafa staðist væntingar hjá Fylki og sneri heim til Eistlands fyrir mánuði síðan.
Koskor lék með Tammeka í heimalandinu og skoraði samanlagt 30 mörk í 56 leikjum fyrir félagið.