fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Eistnenski landsliðsmaðurinn entist í einn mánuð hjá Fylki

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. maí 2019 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Tristan Koskor er hættur í Fylki í Pepsi Max-deild karla en þetta var staðfest í dag.

Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokks karla hjá Fylki, staðfesti þessar fregnir á Twitter-síðu sinni.

Koskor er 23 ára gamall eistnenskur landsliðsmaður en hann spilaði sinn fyrsta landsleik í janúar.

Hann gerði samning við Fylki í mars eftir að hafa skorað 21 mark í efstu deild í Eistlandi á síðustu leiktíð.

Hann virðist þó ekki hafa staðist væntingar hjá Fylki og sneri heim til Eistlands fyrir mánuði síðan.

Koskor lék með Tammeka í heimalandinu og skoraði samanlagt 30 mörk í 56 leikjum fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“