Jack Grealish er nafn sem margir eru farnir að kannast við en hann leikur með liði Aston Villa á Englandi.
Grealish er 23 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur þá er hann fyrirliði Villa sem hefur tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á ný.
Villa mætti Derby í úrslitaleiknum um laust sæti í efstu deild í dag og hafði betur, 2-1.
Skór Grealish vöktu verðskuldaða athygli í dag en hann klæðist nær ónýtu skópari.
Grealish var spurður út í skóna að leikslokum og segir hann að heppnin sé með sér í hvert skipti sem hann klæðist þeim.
Hann hefur haldið í þessa skó í mörg ár eins og má sjá hér fyrir neðan eru þeir ansi illa farnir.