Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fjölnis, er gríðarlega vinsæll á samskiptamiðlinum Twitter.
Albert er þekkt nafn í knattspyrnunni hér á landi en hann hefur leikið með liðum á borð við Fylki og FH.
Við hér á 433.is erum miklir aðdáendur Alberts bæði innan sem utan vallar en hann er mikill skemmtikraftur á Twiter síðu sinni.
Í dag birti Albert mjög skemmtilegt myndband þar sem hann ræðir Hörð Magnússon, stjórnanda Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport.
Í síðasta þætti þá voru nokkur nöfn birt upp á skjáinn en það voru leikmenn sem stóðu sig vel fyrir sín lið um helgina.
Hvernig Hörður ber fram sum nöfnin er heldur athyglisvert en það er spurning hvort okkar maður sé orðinn of vanur enska boltanum.
Albert tók eftir þessu í sjónvarpinu og ákvað að fara í málið. Myndbandið talar fyrir sig!
Menn leiksins? pic.twitter.com/f5oP3K4DeM
— Albert Ingason. (@Snjalli) 26 May 2019