6. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær en þar vann Breiðablik 0-1 sigur á Val. Skagamenn eru áfram á toppnum eftir sigur á Stjörnunni en FH og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli.
Á laugardag vann KA góðan 2-0 sigur á slöku liði ÍBV en Grindavík sótti stig í Kórinn, gegn HK.
Þá vann KR sigur á ungu liði Víkings.
Sóknin, hlaðvarpsþáttur okkar gerir upp þessa sjöttu umferð. Þáttinn má nálgast á Spotify og í hlaðvarpsveitum.