fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Enn eitt hneykslið í stigagjöf Eurovision – Skipuleggjendur svara ekki fyrir þessi mistök

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2019 09:00

Duncan Laurence frá Hollandi fagnar sigri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision-síðan ESC XTRA segir frá enn einum mistökunum er varða nýafstaðina Eurovision-keppni, en örstutt er síðan það kom í ljós að starfsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefðu gert mistök við útreikninga á stigagjöf dómnefndar Hvíta-Rússlands. Þá er því einnig haldið fram að mistök dómnefnda Tékklands og Svíþjóðar hafi geta skipt sköpum um hvaða lönd komust upp úr undanriðlunum.

Nú hefur ítalska ríkissjónvarpið, RAI, opinberað úrslit símakosningar í landinu, en ítalskur almenningur fékk að kjósa í seinni undanriðli og úrslitum Eurovision. Hins vegar stemma tölur RAI ekki við þær tölur sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var búið að opinbera úr símakosningunni í Ítalíu. Forsvarsmaður RAI staðfestir í samtali við ESC XTRA að tölur stöðvarinnar séu réttar og vissi ekki af misræminu.

Ef að satt reynist, að stig RAI séu rétt, þá þýðir það að Rússar urðu efstir í ítölsku símakosningunni en ekki Noregur. Þá myndu Moldóva, Norður-Makedónía og Litháen einnig færast ofar á blaði meðal almennings í Ítalíu. Litháen komst hins vegar ekki í undanúrslit en átti það hugsanlega skilið ef tölur RAI eru réttar.

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur ekki tjáð sig um ítölsku símakosninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“