fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þjálfari Hauka hætti skyndilega eftir nokkra leiki

Victor Pálsson
Föstudaginn 24. maí 2019 20:18

Mynd: Haukar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Hauka í Inkasso-deild karla gaf út tilkynningu í kvöld þar sem greint er frá því að Kristján Ómar Björnsson sé hættur störfum.

Þetta kom fram í kvöld en Kristján segir óvænt upp störfum eftir aðeins fjóra deildarleiki í sumar.

Þróttur Reykjavík vann 4-2 útisigur á Haukum í gær og er það síðarnefnda með tvö stig í 11. sæti deildarinnar.

Aðstoðarmaður Kristjáns mun einnig láta af störfum sem og markmannsþjálfari liðsins.

Tilkynning Hauka:

Kristján Ómar Björnsson sem starfað hefur sem þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá Haukum hefur óskað eftir því að láta af störfum.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka hefur ákveðið að verða við ósk Kristjáns. Hilmar Trausti Arnarson sem gegnt hefur starfi aðstoðarþjálfara og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, markmannsþjálfari, láta einnig af störfum.

Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Knattspyrnufélagsins Ásvöllum sem er varalið Hauka, tekur tímabundið við þjálfun liðsins.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar þeim Kristjáni, Hilmari og Hólmsteini innilega fyrir frábært starf í þágu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands